Fréttir

Minn stærsti urriði til þessa

Didi Carlsson með urriðan stóra úr Grænavatni, 10,8 punda fiskur

„Þetta var gaman en fiskurinn veiddist í Grænavatni og var 10,8 pund, minn stærsti urriði til þessa,“ sagði Didi Carlsson sem veiddi fyrir skömmu flottan urriða í Veiðivötnum en vötnin hafa gefið vel yfir 18 þúsund fiska í sumar.

„Ég var með fiskinn á í einar tíu mínútur og hann tók makríl, bara skemmtilegt. Veiðin gekk mjög vel Danni fékk einn 7 punda í Hraunvötnum og við fengum svo nokkra 3 til 4 punda í Grænavatni,“ sagði Didi ennfremur.