Fréttir

Skítakuldi og veiðimenn flúnir heim

Það er sannkallað vetrarveður í Mývatnssveitinni og flestir úr hollinu sem ættu að ljúka veiðum um hádegi á morgun eru farnir til að komast suður áður en heiðarnar lokast! Það er kalt og snjókoma. Caddis bróðirinn Hrafn Ágústsson, Þórir Bergsson og Sverrir Hreiðarsson standa þó vaktina og sendu okkur nokkrar stemningsmyndir!
Njótið!