FréttirOpnun

Laxveiðin hafin – fyrsti laxinn í Þjórsá

Birna og Haraldur með fyrsta laxinn

Fyrsti lax sumarsins sem veiddist á Urriðasvæðinu í Þjórsá reyndist 74 cm hængur. „Þetta var meiriháttar, laxinn tók eiginlega strax,“ sagði Birna Harðardóttir, sem var mætt til veiða í morgun ásamt manni sínum Haraldi Einarssyni.
„Þetta er frábær byrjun hjá okkur í Þjórsá fyrir hádegi,“ sagði Harpa Hlín Þórðardóttir en tíu laxar komu á land þegar veiðin hófst, fallegir laxar og vel haldnir úr sjó. „Já þetta byrjar vel og gaman að fá þennan flotta lax og konan var búin að lenda laxi skömmu áður,“ sagði Haraldur Einarsson á Urriðafossi um stöðuna.

Hópurinn við Þórsá í morgun Haraldur, Birna, Harpa Elín, Stefán og Matthías. /Myndir Gunnar Bendar

„Sumarið byrjar sannarlega vel hérna,“ sagði Stefán Sigurðsson og gekk frá fallegum laxi í plast. 

Veiðin byrjaði vel, vatnið er mikið þessa dagana eftir miklar rigningar og ánægja skín úr augum veiðimanna á bökkum Þjórsár. Sá silfarði er mættur.