BleikjaFréttir

Tók í fyrsta kasti hjá Benedikt

Veiðimaðurinn Benedikt

Silungsveiði hefur víða gengið ágætlega og fiskurinn sem veiðist er vænn og kemur vel undan vetri. Flott veiði í Hlíðarvatn í Selvogi eins og við sögðum frá um daginn.  Hraunfjörðurinn er að detta inn og veiðimenn byrjaðir að fá bleikjuna og fleiri staði má nefna til sögunnar.

Benedikt Rúnar fór með pabba sínum og afa á Gíslholtsvatn í gærkvöldi og fékk þennan flotta 40 cm urriða á maðk í fyrsta kasti, en maðkurinn var týndur hjá hænsnakofanum við sumarbústaðinn. Ferðin var ekki löng því mikið rok skall á en Benedikt er hæst ánægður með matfiskinn sinn og ætlar að grilla´nn fljótlega.