„Ég gerði góða ferð í Jöklu, þrátt fyrir mjög slæma veðurspá þá slapp þetta þrátt fyrir kuldann,“ sagði Sveinn Aron Sveinsson um veiðiferðina i Jöklu.
„Kuldinn hjálpaði greinilega við að kveikja í þessum stóru, ég náði 75, 85 og 90 cm fiskum, allt hrygnur og svo komu nokkrir minni hængar. Allt þurfti þetta að fara svolítið undir yfirborðið til að fá fisk til að taka. 30 mínútna bardagar við stóru hrygnurnar en báðar tóku 1/4 tommu frances. Áin stórkostleg sem fyrr,“ sagði Sveinn Aron enn fremur.
Jökla hefur gefið næstum 900 laxa þetta sumarið.