Fréttir

Fyrsti flugulaxinn í Korpu

Hér er hann Bjarni Már Gunnarsson að landa sínum fysta flugulaxi. Laxinn tók í veiðistaðnum Blika í Korpunni.

Bjarni er tiltölulega nýkominn með veiðibakteríuna en dagurinn var skemmtilegur og ég er sannfærður um að veiðiáhuginn er kominn til að vera hjá honum Bjarna. Bróðir hans, Hafsteinn Björn, landaði tveimur löxum þennan dag. Við náðum samtals 6 löxum og misstum nokkra, alla á fluguna.

Korpa hefur verið að gefa vel það sem af er sumri og eru líkalega komnir á milli 80 og 90 laxar á land.