Fréttir

Svartá komin í 70 laxa

„Þetta er að kroppast hjá okkur en við erum búnir að fá fjóra laxa og búnir að missa nokkra,“ sagði Árni Friðleifsson sem er við veiðar í Svartá í Húnavatnssýslu þessa dagana en áin er komin með 70 laxa og töluvert af urriða.

„Já áin hefur gefið 70 laxa, þetta er aðeins minni veiði hérna en í fyrra. Það eru fiskar á nokkrum stöðum,“ sagði Árni og hélt áfram að veiða.  

Ef við tölum um næsta nágrenni er Blanda komin með 310 laxa.

Mynd. Árni Friðleifsson með lax úr Svartá í gær sem hefur gefið 70 laxa