Fréttir

Fyrstu fiskar Elísabetar fjögurra ára

Það er alltaf spennandi að veiða sinn fyrsta fisk og ennþá meira gaman ef maður veiðir fleiri, en þannig var það hjá  Elísabetu Lillý fyrir skömmu þegar hún veiddi sína fyrstu fiska. Elísabet Lillý Viðarsdóttir 4 ára fékk sinn fyrsta fisk og var það glæsilegur urriði og hún endaði í þremur fiskum og allir teknir á peacock með floti. Hún alveg í skýjunum með fiskana og pabbi hennar einnig,  því hann er kominn með nýjan veiðifélaga.

Ungum veiðimönnum fjölgar og fleiri og fleiri veiða fyrsta fiskinn sem kveikir veiðibakteríuna strax á unga aldri. 

Mynd. Elísabet Lillý Viðarsdóttir með fyrsta urriðann sinn.