Fréttir

Fimm laxar á land í Norðurá

Ævar Örn Úlfarsson með fyrsta laxinn í Norðurá í Borgarfirði

Veiðin hófst i Norðurá í Borgarfirði en hver laxveiðiáin opnar af annarri þessa dagana og í morgun opnaði Norðurá í kulda og trekki. Það var Ævar Örn Úlfarsson  sem veiddi laxinn og var fiskurinn 81 sentimetrar. „Við erum búnir að setja í laxa en ekki náð fiski ennþá,“ sagði Nuno Alexandre Bentim og bætti við; „alla vega hafa veiðst fimm laxar í morgun,“ sagði Nuno enn fremur.

Fimm laxar eru komnir á land í ánni.