Fréttir

Nýtt veiðihús að rísa við Andakílsá

Nýtt veiðihús í smíðum

Þegar okkur bar að garði í Andakílsá í fyrradag var smíði göngupalls utan á nýtt veiðihús að klárast.  Einungis á eftir að tengja saman húspall, með tröppu við svæði fyrir heita pottinn. Parkettlögn á gólf er hafin og stór hluti gólfs í stofu/eldhúss sem og á herbergjagangi er kominn, en herbergin eru eftir.  Innrétting í eldhús er komin vel á veg og beðið er tækja til að setja þar inn.  Flísalögn er að stórum hluta búin í vöðlugeymslu og baðherbergi.  Styttist nú mjög í að þetta glæsilega viðihús verði tekið í notkun.

Veiðifélagið í Andarkílsá verður með kynningarfund um uppbyggingu árinnar og þá framtíðarsýn sem unnið er að um þessar mundir. Ætlunin er að fá Sigurð Má Einarsson á þann fund til að segja frá því helsta sem gert hefur verið varðandi ána, sem og þau plön sem fyrirhuguð eru á næstu árum. Fundurinn verður haldinn á Hvanneyri og eru öll velkomin á meðan húsrúm leyfir. Aðeins á eftir að festa dagsetningu og verður sagt frá því um leið og dagskráin liggur fyrir.