Fréttir

Flugur og veiði – sýningin, veiðimenn ætla að fjömenna

„Þetta lítur bara vel út og verður spennandi að sjá hverning þetta kemur út, það eru 28 sýnendur og 18 hnýtarar á svæðinu,“ sagði Sigurður Héðinn, sem staðið hefur í ströngu að koma sýningunni Flugur og veiði á koppinn. Sýningin er opin kl. 10 til 18 laugardag og kl 10 til 17 á sunnudag.

Sigurður Héðinn á veiðislóðum með einn vænann

„Það verður fræðandi dagskrá, margir sýnendur og fluguhnýtingalandslið á svæðinu,“ sagði Sigurður enn fremur.

Það er ástæða til að hvetja alla veiðimenn á öllum aldri til að kíkja á svæðið, þetta verður fróðlegt og margt í boði á svæðinu. Það styttist í enn eitt veiðisumarið sem verður fróðlegt að sjá hverning kemur út. Sýningin er merkilegt framtak á tímum þegar enginn veit neitt um veiðina næsta sumar.