Fréttir

Ísinn á Vifilstaðavatni að fara – veiðimenn mættir

Vífilstaðavatn

„Ég fékk fisk hérna í fyrra en enginn hefur bitið á núna,“ sagði Nikulás Aron ungur veiðimaður sem við hittum við Vífilsstaðavatn í dag, en ísinn er að fara af vatninu  en er enn á nokkrum stöðum. Og veiðimenn voru að veiða við vatnið í gær en fiskurinn lítið að gefa sig.

Nikulás Aron einbeyttur við veiðiskapinn /Mynd GB

„Þó ég flæki get ég alveg leyst sjálfur og kannski bítur fiskurinn á,“ sagði Nikuás, veiðimaðurinn ungi enn fremur og hélt áfram að veiða ásamt ömmu sinni, sem sagði að þeim fyndist gaman að veiða og fara nokkrum sinnum á hverju sumri.

Já veiðimennn voru að reyna víða við vatnið, en aðeins hefur hlýnað síðustu klukkutímana og það hefur sitt að segja. Ekki veitir nú af.