Fallegt við Elliðavatn í gær og allur ís löngu farinn / Mynd María Gunnarsdóttir

Veðurfarið var gott við Elliðavatn í gær en spáð er kólnandi næstu daga. Ein og ein fluga sást á sveimi og fiskur vakti á nokkrum stöðum.  En eina hreyfingin við Elliðavatn er ljósmyndari sem er að mynda gráhegrana, en þessi ljósmyndari hefur áhuga á veiði og getur vart beðið eftir sumrinu, ekki frekar en hinir veiðimennirnir. Já biðin styttist með hverjum deginum. 

Ármenn áttu 50 ára afmæli í vikunni og sá félgasskapur hefur heldur betur haldið úti starfsemi, hnýtt flugur og sagt milljón veiðisögur. Það er óhætt að óska þeim til hamingju með áfangann – elja einkennir þann góða félagsskap. 

Það speglaðist ýmislegt í vatninu í dag, afmæli og það að biðin eftir sumrinu styttist, þetta er orðið klukkutíma spursmál.