Skotveiði

Veiðisafnið Stokkseyri; byssusýning 2023

Byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri verður haldin laugardaginn 18. og sunnudaginn 19. mars 2023 frá kl. 11–18 í húsakynnum Veiðisafnsins, Eyrarbraut 49  Stokkseyri.

Félagsmenn úr SKOTGRUND – Skotfélag Snæfellsnes verða m.a. með fjölbreitt úrval skotvopna til sýnis ásamt kynningu á starfsemi skotfélagsins.  Kennir þar margra grasa og verður úrval skotvopna verður til sýnis, haglabyssur, rifflar, skammbyssur, herrifflar ásamt ýmsu tengdu skotveiðum m.a úr einkasöfnum.  

Einnig verða til sýnis skotvopn og munir frá Veiðisafninu og einkaaðilum, má þar nefna skotvopn frá Sigurði Ásgeirssyni, Einari frá Þverá, Sveini Einarssyni frv.veiðistjóra, Sigmari B. Haukssyni, Braga frá Þverá og Drífu-haglabyssur frá Jóni Björnssyni heitnum frá Dalvík og byssur smíðaðar af Jóni Þorsteinsyni frá Ólafsfirði svo eitthvað sé nefnt.