Fréttir

Flott veiði í Þjórsá, maríulax á fluguna

Ernir Rafn Eggertsson með maríulaxinn sinn

„Já veiðin gekk vel hjá okkur í Þjórsá og við fengum flotta veiði, Ernir Rafn Eggertsson náði í maríulaxinn sinn á flugu sem var skemmtilegt,“ sagði Jón Ingi Grimsson, þegar við spurðum um veiðitúrinn í Þjórsá, sem gekk feiknavel.

„Ernir Rafn veiddi maríulaxinn á flugu, litla rauðan frances og var fiskurinn 77 sentimetra. Hann var heldur betur ánægður með fiskinn, var að prófa fluguna í fyrsta sinn,“ sagði Jón Ingi enn fremur.

Flott veiði

Urriðafoss í Þjórsá hefur gefið yfir 600 laxa en veiðitölur vikunnar eru á leiðinni í nótt og verður fróðlegt að sjá niðurstöður eftir enn eina þurrkavikuna. Lítið ætlar að fara að rigna þessa dagana.