FréttirRannsóknir

Hvað er að gerast í lífríki Þingvallavatns

„Þetta er ekkert í lagi að urriðinn sé illa haldinn í vatninu og ég hef ekki séð murtu í ÞIngvallavatni í fjögur ár,“ sagði veiðimaður sem hefur mikið veitt í vatninu til fjölda ára og veitt þar marga væna fiska. 

„Það er mikið að. Við veiddum urriða um daginn og hann var mjór og illa haldinn, það verður að rannsaka þetta sem allra fyrst,“ sagði veiðimaðurinn og það hafa margir aðrir tekið í sama streng.

Murtan er horfin úr vatninu og sést þar ekki lengur, urriðinn er magur og bleikjan er á undanhaldi. Það þarf að hefja rannsóknir á vatninu hvað hefur breyst og hvað sé framundan.

Höfum rætt við fjölda veiðimanna sem hafa sömu sögu að segja, einn hafði veitt níu urriða sl. vor, einn af þeim var í fínu lagi hinir bara slápar og ekki ætir. Þeim var sleppt aftur í vatnið og vonandi ná þeir að stækka og dafna í Þingvallavatni.