Fréttir

Yfir hundrað laxar í Svalbarðaá

Jón Þorsteinn með flottann lax

„Veiðitúrinn var fínn og töluvert að ganga af fiski í ána og stöngin mín fékk 12 laxa,“ sagði Jón Þorsteinn þegar við spurðum um veiðitúrinn í Svalbarðsá fyrir fáum dögum. „Af þessum löxum voru 9 stórlaxar og voru vel haldnir,“ sagði Jón enn fremur. Svalbarðsá hefur gefið yfir 100 laxa og marga vel væna.

Vænn lax úr Svalbarðsá

Jökla að gefa fína veiði
Austurlandið hefur verið ágætt og Þröstur Elliðason sagði í gærlveldi að Jökla væri að gefa um 30 laxa á dag sem er fín veiði. „Við vorum með 30 laxa í dag og 30 í fyrradag,“ bætti Þröstur við.