Fréttir

Aldrei veitt þarna áður

Silungsveiðin hefur verið víða gengið ágætlega og margir að fá vel í soðið eins og í vötnunum í Svínadal og við Seleyri við Borgarnes.  Alla vega vantar ekki veiðimenn að veiða þar daglega, en mest veiðist af sjóbirtingi. Veiðamenn hafa veitt víða um land síðustu daga.

Aron Bjarki Arnarsson með tvo urriða úr Hlíðarvatni í Hnappadal /Mynd Simon

„Við skruppum í Hlíðarvatn í Hnappadal í dag og það var fínt, kannski heldur mikil vindur,“ sagði Simon Gísli Ólafsson, sem var við veiðar með afa stráknum Aroni Bjarka Arnarssyni sem bætti við; „við fengum nokkra fiska og það hafa kannski verið að veiða þarna 10 til 12 veiðimenn. Við höfum ekki veitt þarna en þetta var gaman,“ sagði Simon Gísli enn fremur.

Veiðimenn hafa töluvert stundað Hreðavatn í Borgarfirði í sumar og margir verið að fá ágæta veiði og fiskurinn er misstór í vatninu. Mest eru þetta urriðar sem hafa veiðst og veiðitöllur og 5 til 20 fiskar á dag hefur verið að heyrast mikið, jafnvel hærri. Hátt er í vatninu þessa dagana eftir heilmiklar rigningar og kannski þess vegna sem fiskurrinn er að gefa betur en venjulega.