„Mér finnst þeim fjölga sem leggja stund á dorgveiði, þetta er skemmtilegt sport og styttir biðina eftir að veiðitíminn byrji fyrir alvöru“, sagði veiðimaður sem ég hitti í veiðiverslun fyrir skemmstu og hann bætti við „veturinn hefur verið erfiður fyrir þennan veiðihóp, miklir umhleypingar og það hefur haft sitt að segja, ísinn illa heldur flesta daga“, sagði veiðimaðurinn enn fremur.
En þrátt fyrir þessa miklu umhleypinga hafa veiðimenn aðeins sést við dorgveiði á Mývatni og núna um helgina mætti hópur þangað til að veiða sér fisk. Veiðin var fín, sæmilegir fiskar komu land og veiðimenn voru á öllum aldri. Veturinn hefur því ekki verið alslæmur, þrátt fyrir ótíðina. Menn hafa þurft að fara varlega á frosnum vötnum og víða er ennþá fært fyrir dorgveiði. 

Mynd: Dorgað á Hafravatni fyrir tveimur árum, veiddist einn og einn fiskur. Mynd G.Bender