FréttirOpnun

Stóra Laxá opnaði á átta löxum fyrsta hálfa daginn

Magnús Stefánsson með flottan lax af fyrstu vaktinni í Stóru

Hver veiðiáin af annarri byrjar þessa dagana og byrjunin í ánum lofar bara góðu, flottir fiskar að veiðast. Stóra Laxá í Hreppum var að byrja og það veiddust 8 laxar fyrsta hálfa daginn.

„Já veiðin byrjar bara vel hjá okkur, vorum búnir að sjá laxa á nokkrum stöðum, fengum 8 laxa fyrsta hálfa daginn sem opnaði,“ sagði Finnur Harðarson en Stóra Laxá í Hreppum opnaði í gær og veiðin byrjaði vel.

„Það veiddust fjórir laxar á efsta svæðinu og fjórir laxar á neðsta, hann var 92 sentimetrar sá stærsti. Við misstum nokkra laxa, þetta byrjar bara ansi vel,“ sagði Finnur í lokin.