Fréttir

Allt í einu glampi en síðan ekkert meira

Helsta áhugamál veiðimanna þessa dagana, rétt fyrir veiðitímann, er að kíkja í veiðiárnar og sjá hvað þær hafa að geyma. Haukadalsá í Dölum er vatnsmikil núna og erfittt að sjá vel í hana, mest bara vatn og aftur meira vatn. En það var einhver hreyfing víða í ánni í vatnstraumnum í gær og það gat verið ýmislegt. Eitt hefur Haukadalsá að geyma, eins og oft áður þessum tíma árs, sem aðrar ár hafa ekki, en það eru hópar af straumöndum, sem hafa tekið sér bólfestu á ánni. Mest frá veiðihúsinu og upp að Haukadalsvatni, sem gefa ánni meira sjónarspil ár hvert. Og þegar maður hefur komið sér vel fyrir á gömlu brúnni fyrir neðan veiðihúsið, sem gæti fallið niður með tíð og tíma, þá kemur maður auga á einhvern glampa í straumum og fer að fylgjast vel með því um stund, kannski er laxinn bara mættur í Haukadalsá. Jú það gæti alveg verið. En allt í einu fer allt á hreyfingu og upp koma tvær straumendur í ástarleik, sem maður hélt vera allt annað. Svona getur þetta verið, en hann kemur og ástarleikurinn hættur fyrr en varir og allt fellur í dúnalogn.  Sá silfraði mætir bráðum og hann fer ekki strax í ástarleik.

Mynd. Kíkt eftir fiski við Haukadalsá í Dölum í gærdag. Mynd María Gunnarsdóttir