Það voru margir sem sem fóru til rjúpna síðustu helgi til að sækja sér í jólamatinn og einhverjir náðu því takmarki. Við heyrðum aðeins í þeim fegðum Gunnar Ólafi og syni hans Finnboga Þór sem fóru upp á Kjöl.

Gunnar Ólafur Kristleifsson og sonurinn Finnbogi Þór með rjúpur

„Fórum um helgina ég og sonur minn upp á Kjöl norðan megin í skálann Áfanga hvar Ólafur vinur minn er skálavörður,“ sagði Gunnar Ólafur Kristleifsson og bætti við; „þar er hægt að kaupa sér gistingu annað hvort uppábúin eða svefnpokapláss.

Við vorum sjö veiðimenn og veiddum 45 rjúpur, sem er fín hófleg veiði og eftir svo langan dag er gott að skella sér í heita pottinn með einn öllara.
En sem sagt við feðgar komum heim með 9 rjúpur, jólin eru klár,“ sagði Gunnar Ólafur í lokin.