Fréttir

Dýrðardagur við Norðurá

Mynd: María Gunnarsdóttir

Veðrið þessa daga er í mildara lagi eins og myndin ber með sér sem er tekin við Norðurá í Borgarfirði 1. nóvember. Rjúpnaveiðimenn voru að hefja veiðiskapinn á Holtavörðuheiði í 5 stiga hita og hitastigið var hærra neðar í Norðurárdal þar sem myndin var tekin, Laxfossinn fremst og Baula í bakgrunni tignarleg. Á þessum tíma er laxinn byrjaður að hrygna í Norðurá eins og víða í laxveiðiám landsins. 

Biðin styttist hvern vetrardag og í veðurblíðu eins og nú er finnst sem nýtt veiðitímabil geti verið á næsta leiti.