Fréttir

Kuldakast á sjóbirtingsslóðum í byrjun sumars

„Já það var einstaklega kalt við veiðarnar í fyrradag en við fengum nokkra fiska, það snjóaði á tímabili og gerir reyndar ennþá,“ sagði veiðimaður okkur sem var fyrir austan aö veiða og veðráttan var heldur kuldaleg.

„Það snjóaði í kvöld en veiðimenn eru jú eitthvað að fá fisk en það er helvíti kalt,“ sagði veiðimaðurinn.

Og í sama streng tók annar veiðimaður sem barði Þingvallavatn með litlum árangri. „Það er bara kalt hérna og maður ætti bara að koma sér heim, sá allavega fjóra áðan við veiðar hérna, þeir eru farnir heim fyrir löngu.“

Það hefur heldur betur komið kuldakast en með hlýnandi veðri fer snjórinn á næstu klukkutímum. Veiðimenn hafa eitthvað verið að veiða í Grímsá í Borgarfirði og Laxá í Kjós hefur gefið vel yfir 250 sjóbirtinga í vor sem verður að teljast fín veiði. En veðurfarið verður vonandi betra með hækkandi sól.

Aron Örn Lárusson og Natan Theodórsson með flottan fisk úr Tungulæk fyrir skömmu