Myndir teknar síðustu helgi við Öxará Myndir/María Gunnarsdóttir
Fylgst með urriðum í Öxará

„Já hann er mættur og þeir eru margir,“ sagði ungur veiðimaður um helgina við Öxará og það voru orð að sönnu, fólk naut þess að horfa stóra torfu af urriðum synda fram og aftur um ána. En það styttist í Urriðadansinn hjá Jóhannesi Sturlaugssyni, verður seinna í þessum mánuði. 

Urriðinn voru tignarlegur þarna í ánni, sumir vel vænir en aðrir farnir að láta á sjá eftir slag við hænga og hrygnur víða um vatnið.

„Það væri gaman að veiða hérna en það má víst ekki,“ segir ungi veiðimaðurinn og heldur áfram að skoða urriðana. „Ég veiði bara í vatninu sjálfu,“ segir hann og gengur burt frá torfunni í hylnum.

Öxarárbrúin við Þingvallavatn