FréttirSjóbirtingur

Risasjóbirtingur veiddist í Hafnarfjarðarlæknum

Sigurður G Duret og sonurinn Alexander með risafisk úr Hafnarfjarðarlæknum

„Þetta var meiriháttar gaman og fiskurinn tók vel í,“ sagði Sigurður G. Duret sem var við veiðar í Hafnarfjarðarlæk í vikunni og fiskurinn sem veiddist var engin smásmíði. „Ætli ég hafi ekki verið með fiskinn á í tíu mínútur og hann tók micro túbu, sem ég  fann í bílnum. En þetta var meiriháttar og verulega gaman. Þegar ég var krakki var ég að eltast við síli og puttalinga í læknum en sá aldrei svona stóra fiska þá. En þetta var bolti já og sonurinn Alexander aðstoði við að landa fisknum og honum fannst þetta verulega skemmtilegt,, sagði Sigurður sem sleppti fisknum aftur eftir fjörið við lækinn.

Alexander með sjóbirtinginn