Fréttir

Eldislaxinn ennþá að veiðast

Við Haffjarðará í vikunni, eldislax á leiðinni í land

Eldislaxinn sem slapp úr kvíum í Paterksfirði er ennþá að veiðast þar sem er hægt að koma því við, en einn hópur kafara er mættur og voru þeir i Haffjarðará í gær að reyna að fanga þessa fiska.

„Það hafa náðst 11 laxar í Haffjarðará, eldislaxar,“ sagði okkar maður við ána  um stöðuna. En eldisfiskurinn hefur veiðst mikið á þessu svæði og alla leið norður í Skagafjörð.

Erfitt er að veiða fiskinn víða núna, náttúrulegi laxinn er byrjaður að hrygna, dagarnir eru stuttir og margar ár vatnsmiklar. Enn er töluvert af eldislöxum í ánum  en það verður verulega erfitt að ná þeim.