Fréttir

Nýr vefur á strengir.is

Frá Þresti Elliðasyni: Nú er kominn nýr og glæsilegur vefur á strengir.is  með öllum helstu upplýsingum um þau ársvæði sem við höfum upp á að bjóða. Hægt er meðal annars að sækja þar um veiðileyfi á hnappnum „Veiðileyfi“ og verður reynt að svara samdægurs þeim umsóknum. Vefurinn verður í áframhaldandi vinnslu og á eftir að setja inn t.d. myndbönd og fl.
Við vonum að vefnum verði vel tekið og stefnt er að því að uppfæra fréttir reglulega, endilega fylgist með og það er spennandi sumar framundan!
Hrútafjarðará er uppseld en ennþá eitthvað um lausar stangir hér og þar á öðrum veiðisvæðum.

VEIÐAR óskar Þresti til hamingju með þennan flotta vef um veiðisvæði Strengja.