Fréttir

Fyrsti á land í Leirá í Leirársveit

Myndatexti

Vorveiðin byrjaði í morgun eins og alltaf 1.apríl og aðstæður voru bara í góðu lagi. Kalt jú í morgunsárið en það hlýnaði þegar á leið. „Jú helvíti kalt en það lagaðist strax“, sagði veiðimaður við Varmá eftir fyrstu köstin í morgun og þeim öðrum sem opnuðu Varmá. Þetta var flott en fiskinn veiddi ég í stað númer 4 og var með hann á í smá stund, hann hefur verið 70 sentimetrar alla vega, mældum hann ekki“, sagði Harpa Hlín Þórðardóttir eftir að fyrsti fiskurinn í Leirá í Leirársveit kom á land í morgun. „Við erum búinn að fá fleiri tökur og þetta kemur allt“, sagði Harpa að lokum.

Mynd. Harpa Hlín Þórðardóttir með fyrsta fiskinn úr Leirá í morgunsárið. Mynd Stefán.