Magnús Ingi Baldursson 13 ára með rjúpur /Mynd: Baldur

„Rjúpnaveiðin gekk vel hjá okkur og við erum komnir með rjúpur á jólaborðið,“ sagði Baldur Smári Ólafsson, veiðimaður í Hnífsdal, en margir keppast við að ná í jólamatinn þessa dagana. Það hefur gengið vel víða en veðurfarið hefur spilað inn hjá veiðimönnum.

„Það var ágætt veður hjá okkur og það lægði með kvöldinu, það virðist vera mikið af rjúpu. Allir sem ég hef talað við hérna hafa fengið í soðið við Ísafjarðardjúpið. Við erum komnir með í jólamatinn,“ sagði Baldur Smári enn fremur.