Út er að koma bók um urriðasvæðin í Laxárdal og  Mývatnssveit í Laxá í Þing  sem  ber heitið:​​​ LAXÁLífríki og saga mannlífs og veiða, veiðistaðalýsingar í Mývatnssveit og Laxárdal

Útgefandi bókarinnar er Veraldarofsi ehf. og á bak við útgáfuna standa  7 forfallnir unnendur urriðasvæðanna í  Laxárdal og Mývatnssveit sem hafa með  áratuga viðveru sinni við Laxá myndað mikil tengsl við ána og  umhverfi hennar, náttúruna, lífríkið  og mannfólkið sem þar býr. Það eru þessi tengsl sem á endanum reka  þá til að skrifa bók um þessa einstöku á og  upplifun hópsins af Laxá og umhverfi  hennar  og miðla veiðimönnum og náttúruunnendum af ríkulegum innistæðum í minningarbanka hópsins

Lýsingar á veiðisvæðum og veiðiskapður eru meginþráður bókarinnar   en sögur af mannfólki við ána og fróðleiksmolar af bændum og samferðamönnum þeirra á ýmsum tímum gefa hverju svæði aukið  gildi. Þeir Sigurður Magnússon og Ásgeir H.Steingrímsson lýsa veiðisvæðunum í Mývatnssveit  og Laxárdal af einstakri þekkingu og innsæi og  lýsingunum fylgja 18 ný endurgerð veiðikort með veiðistaðamerkingum  og frábærum loftmyndum Jóns Aðalsteins Þorgeirssonar ásamt  myndum af veiðimönnum í glímu við hinn einstakan urriðann sem í Laxá býr.  Er ekki að efa að veiðistaðalýsingar þeirra félaga ásamt kortum og myndum eiga eftir að veita veiðimönnum dýpri og betri innsýn í undraheim Laxár og nýtast vel til stefnumóta við urriðann.  Jón Aðalsteinn og Baldur Sigurðsson skrifa um  sögu urriðaveiðanna frá landnámi til okkar daga og rita  þætti af veiðum heimamanna gegnum tíðina og taka einnig viðtöl við veiðimenn síðari tíma ásamt umfjöllun um veiðiaðferðir, flugur ofl.  Prófessor Gísli Már Gíslason  ritar afar fróðlegan kafla um lífríki Laxár og Jón Benediktsson bóndi á Auðnum fjallar um Laxárdeiluna frá nýju sjónarhorni og ritar að auki kafla um æskuminningar sínar í Laxárdal. Loks eru birt skrif Stefáns Jónssonar Gengið með ánni.  Bókin er 306 blaðsíður og er ríkulega skreytt loftmyndum og myndum af veiðistöðum, umhverfi árinnar, veiðimönnum, flugum o.m.m.fl.  

Ritstjóri Jörundur Guðmundsson.

Panta má bókina á vefnum :  www.Laxarbokin.is

Allar nánari upplýsingar veita Friðrik Þ. Stefánsson í s. 616 1313, Jón Aðalsteinn Þorgeirsson, s. 895 9702 og Jörundur Guðmundsson s. 861 5613