Skotveiði

Sjöundi Íslandsmeistaratitill Ellerts

„Um helgina fór fram íslandsmót á Akureyri í haglabyssugreininni Compak Sporting í frábæru veðri og voru mættir til leiks um 30 keppendur. Í Karlaflokki sigraði Ellert Aðalsteinsson frá Skotfélagi Akureyrar með 188 skotnar leirdúfur af 200. Þess má geta til gamans að þetta var sjöundi Íslandsmeistaratitill Ellerts í Haglabyssu skotfimi í karlaflokki. Sex sinnum hefur hann orðið Íslandsmeistari í Olympic Skeet og nú í Compak Sporting. Til hamingju Ellert með árangurinn.

Mynd. Ellert Aðalsteinsson með verðlaunin á mótinu.