Silli kokkur með flotta veiði um helgina

Gæsaveiðin er hafin þetta árið, margir hafa farið til veiða og fengið ágæta veiði. Sölubann er á grágæs núna en skjóta má hana þegar menn fara til veiða. Við heyrum í Silla kokk sem var á gæs en auk þess með mörg járn í eldinum eins og stofnun nýss veitingastaðar sem gengur vel að koma á laggirnar.

„Veiðiskapurinn gengur bara vel fyrir austan en þetta er þriðja árið sem ég kem hingað á gæs,“ sagðí Silli kokkur í við kominn með flotta veiði.

„Það virðist vera töluvert af fugli hérna,“ sagði kokkurinn enn fremur.

Við fréttum af fleiri veiðimönnum sem fóru vestur í Dali og skutu töluvert af fugli. Víða sjást gæsir í túnum þessa dagana.