„Við erum í Lakselvu í norður Noregi fjölskyldan. Sonurinn Alexander Freyr hefur veitt tvo laxa í Norðurá fram að þessu og hefur ekki fengið bakteríuna almennilega,“ sagði Sigvaldi Á Larusson í samtali og bætt við; „en í þessari ferð fékk ég 21 punda lax og var Alexander Freyr með mér þegar ég landaði honum. Á því augnabliki sá ég og heyrði eitthvað gerast hjá honum, það kom eitthvað í röddina og veiðiglampinn kviknaði í augunum á honum. Eftir þetta kastaði hann látlaust þessa vikuna og tók miklum framförum á tvíhendunni. Einn morgunin báru öll þessi köst árangur. Hann var að veiða veiðistaðinn Monkey tree þegar skyndilega þessi svaðalega taka átti sér stað og risalax tôk 3 stökk upp úr ánni, rauk með meiripartinn af línunni fram og til baka þangað til hann ákvað að ferðast alla leið niður á næsta veiðistað. Ungi veiðimaðurinn og móðir hans eltu fiskinn og eftir rúmlega 30 mînútna baráttu var þessi myndarlega 24 punda hrygna komin í háfinn og gleðin maður minn, hún leyndi sér ekki. Eftir skyldumyndatöku og klapp fékk hún svo frelsið aftur og eftir þetta sagði guttinn; „Vá pabbi nú skil ég þetta og fatta um hvað veiði snýst.“
Eldra efni
Flottir fiskar úr Vesturhópsvatni
„Vesturhópsvatn er vatn sem ég hef veitt í alveg frá 5 ára aldri en þar eigum við fjölskyldan sumarbústað,“ segir Sturlaugur Hrafn Ólafsson þegar við heyrðum í honum nýkomnum úr veiðiferð og á leið í þá næstu. „Og höfum bara
Ein yngsta fluguveiðikonan í Langá
„Opunin í Langá á Mýrum var í fínu lagi og það veiddust laxar, bara þræl góð byrjun,“ sagði Jógvan Hansen sem lenti í skemmtilegu veiðidæmi með dóttur sinni daginn eftir opnunardag. „Já það gerðist ævintýri við Langá en dóttirin setti í fyrsta flugulaxinn
Einn reyndasti veiðimaður og leiðsögumaður landsins; spáir lélegri laxveiði
Laxveiðin þessa dagana er allt í góðu lagi, árnar eru vatnsmiklar sumar hverjar, en kannski ekki mikið um laxa alls staðar. Laxveiðin er aðeins skárri eða svipuð og á sama tíma fyrir ári síðan. Þjórsá hefur gefið flesta laxana eins og
Fyrsti veiðitúrinn á þessu tímabili
Það hafa margir vænir sjóbirtingar veiðst nú í vor og þeir eru að veiðast ennþá. þá sérstaklega fyrir austan. Sigurður Sveinsson var við veiðar í vikunni og hann fékk flottan sjóbirting. „Þessi var 92 sentimetra fiskur og 18 pund úr Eldvatni
Veiðimenn á öllum aldri að dorga
Vetrarhátíð við Mývatn hófst um helgina en hátíðin, sem er einkar glæsileg og nær yfir tvær fyrstu helgarnar í mars, er með fjölda viðburða í boði. Einn af hápunktum hátíðarinnar er dorgveiði á Mývatni. Fjöldi fólks kom saman á laugardaginn
„Erfiðar aðstæður við Eystri Rangá“
Laxveiðin er farin að styttast í annan endann heldur betur en veiðimenn samt að veiða ennþá laxa og sjóbirting víða um land. Lokatölur eftir sumarið eru að detta inn og staðan úr ánum að koma í ljós. „Já við vorum að