FréttirNoregur

„Vá pabbi, nú skil ég þetta og fatta“

Lakselvu í norður Noregi
Alexander Freyr

„Við erum í Lakselvu í norður Noregi fjölskyldan. Sonurinn Alexander Freyr hefur veitt tvo laxa í Norðurá fram að þessu og hefur ekki fengið bakteríuna almennilega,“ sagði Sigvaldi Á Larusson í samtali og bætt við; „en í þessari ferð fékk ég 21 punda lax og var Alexander Freyr með mér þegar ég landaði honum. Á því augnabliki sá ég og heyrði eitthvað gerast hjá honum, það kom eitthvað í röddina og veiðiglampinn kviknaði í augunum á honum. Eftir þetta kastaði hann látlaust þessa vikuna og tók miklum framförum á tvíhendunni. Einn morgunin báru öll þessi köst árangur. Hann var að veiða veiðistaðinn Monkey tree þegar skyndilega þessi svaðalega taka átti sér stað og risalax tôk 3 stökk upp úr ánni, rauk með meiripartinn af línunni fram og til baka þangað til hann ákvað að ferðast alla leið niður á næsta veiðistað. Ungi veiðimaðurinn og móðir hans eltu fiskinn og eftir rúmlega 30 mînútna baráttu var þessi myndarlega 24 punda hrygna komin í háfinn og gleðin maður minn, hún leyndi sér ekki. Eftir skyldumyndatöku og klapp fékk hún svo frelsið aftur og eftir þetta sagði guttinn; „Vá pabbi nú skil ég þetta og fatta um hvað veiði snýst.“