Fréttir

Veiddu í tvo tíma, síðan í bíltúr – sama blíðan áfram

Staðan við Ferjuhylinn í Norðurá í Borgarfirði. Mynd/María Gunnarsdóttir

„Við vorum fyrir vestan um helgina, áin var ekki neitt og við veiddum í tvo tíma, síðan ekki söguna meir,“ sagði veiðimaður sem lenti í að laxveiðiáin sem hann átti að veiða var að þorna upp.

„Við fengum okkur góðan bíltúr um svæðið og það var mesta fjörið þessa helgi. Veiði var eitthvað sem varla var hægt að stunda þarna, það get ég sagt þér. En svona er þetta bara,“ sagði veiðimaðurinn enn fremur.

Og veðurspáin er ekkert að breytast, árnar og vötnin verða minni og minni með hverjum deginum. Og annar veiðimaðurinn var á veiðislóð  síðustu helgi  og gat talið fiskana í hylnum, þeir voru tíu en löngu orðnir varir við veiðimanninn áður en hann kom á staðinn.

Tölurnar um veiði eru væntanlegar á hverri stundu, það verður fróðleg lesning. Það sem þarf að gerast er að það komi rigning í marga daga, mikil rigning.