Fréttir

Laxveiði mætti vera betri, hnúðlaxinn er að mæta einn af öðrum

Tveir hnúðlaxar í röð í Laxá í Aðaldal

„Ég fékk tvo hnúðlaxa í röð,“ sagði Gísli Kristinsson sem var við veiðar í Laxá í Aðaldal fyrir nokkrum dögum. Annar veiðimaður, sem var að byrja að veiða í ánni í vikunni sagði; „vonandi fær maður ekki þennan lax mikið á færið, bara alvöru fiska.“
Hnúðlaxinn er að mæta í árnar víða um land, eru líka orðnir nokkrir þar sem hann er mættur, verst fara líklega árnar fyrir austan. Hnúðlaxinn verður örugglega lítið bókaður þótt hann mæti víða um land. Veiðifélögin eru farin að huga að því að stöðva komu þessara laxa með öllum ráðum, enginn kýs að fá þá í sínar ár, sem von er. Næstu daga mun veiðin aukast verulega, hnúðlaxinn er mættur.
Það var stórstraumur fyrir þremur dögum sem hefði átt að gefa eitthvað af laxi og verður fróðlegt að sjá næstu veiðitölur sem birtast í vikunni, veiðin mætti vera meiri.
Dýrasta tímabilið í laxveiðinni er ekki að standa undir væntingum, veiðileyfi eru víða til sölu og mjög smáar flugur duga varla á fiskana núna.