FréttirSportveiðiblaðið

Sportveiðiblaðið, 100 síðna jólablað, er komið út

Jólablað Sportveiðiblaðsins er komið út 3. tbl 2023, stútfullt af góðu efni um stang- og skotveiðar, eitthvað fyrir alla að lesa á jólaaðventunni. Í þessu tölublaði er m.a. viðtal við tónlistarmanninn Birgi Gunnlaugsson um ævi hans og veiðiskap en Birgir berst nú hetjulega við ólæknandi sjúkdóm. Einnig er viðtal við Finn Björn Harðarson, veiðigúrú hjá Stóru-Laxá og greinar eru um ýmis mál varðandi veiðiskapinn auk greina eftir m.a. Gunnar Helgason, Elvar Friðriksson, Ásmund Helgason, Róbert Schmidt ofl. Blaðið fer í dreifingu á sölustaði í vikunni.

Forsíðan
Veiðin kvödd
Meðal efnis
Kappasagan af Simlunum
Simlurnar
Nýir veiðistaðir við Jöklu
Viðtal e. Gunnar Helgason
Góður veiðifélagi