„Veiðisumarið er byrjað, rétt er það og ég fór á Þingvelli fyrir fáum dögum,“ sagði Sturlaugur Hrafn Ólafsson sem finnst fátt skemmtilegra en að veiða fisk og hnýta flugur. „Ég og Flóki, besti vinur minn, skelltum okkur á Kárastaði og það gekk ekkert til að byrja með og við reyndum ýmsar flugur en fiskurinn tók ekki. Klukkan var farin að nágast hálf ellefu og farið að dimma verulega þarna, en þá setti Flóki í fisk sem var um 70 sentimetrar og skömmu seinna setti ég í 90 sentimetra fisk. Þá sögðum við vinir að þetta væri orðið gott þarna í myrkrinu. Þessi Þingvallaferð var fermingargjöfin frá Sturra til Flóka vinar hans. „Við ætlum aftur á sunnudaginn að veiða þarna og í Hlíðarvatn í Selvogi á laugardaginn. Veiðisumarið 2023 byrjar verulega vel,“ sagði Sturlaugur Hrafn enn fremur.
Meira efni
Erfiður vetur
fyrir dorgveiðimenn
„Mér finnst þeim fjölga sem leggja stund á dorgveiði, þetta er skemmtilegt sport og styttir biðina eftir að veiðitíminn byrji fyrir alvöru“, sagði veiðimaður sem ég hitti í veiðiverslun fyrir
Sjaldan betri aðstaða til dorgveiða – ísinn hnausþykkur
„Við fórum upp í Borgarfjörð um daginn og vestur á Mýrar, fengum nokkra fiska og ísinn er hnausþykkur þessa dagana. Maður þarf að hafa helling fyrir því að bora sig
Veiðimenn víða að veiða
Þrátt fyrir rysjótt veðurfar hafa veiðimenn víða verið að veiða og einhverjir að fá góðan afla. Ísinn er þykkur og það þarf mikla hláku til að hann hörfi af vötnum landsins.
Ágætur gangur í laxveiði það sem af er sumri
Ágætis gangur er í laxveiðinni og eru flestar ár búnar að skila meiri veiði en á sama tíma í fyrra þó sumstaðar sé svipuð veiði. Þetta kemur fram í frétt
Við erum búnir að veiða tíu
Sjóbirtingsveiðin gengur ágætlega þessa dagana þó auðvitað hafi aðeins dregið úr veiðinni, veiðimenn eru að fá einn og einn. Við heyrum aðeins í veiðimanni á veiðislóð fyrir austan, „já við
Slæmt að vera „gæd“ í þessum skítakulda
Veðurfarið hefur ekki verið uppá marga fiska á stórum hluta landsins síðustu vikurnar, skítakuldi og ekki hundi út sigandi. Á Bröttubrekku var eins stigs hiti í gærkvöldi og á Holtavörðuheiði