FréttirOpnun

Fyrstu laxarnir úr Hrútafjarðará

Fyrsti laxinn úr Hrútafjarðará sem veiddist í Stokknum

„Fyrstu laxarnir komu úr Hrútfjarðará í gær, 64 cm úr Sokk, það var sá fyrsti,“ sagði Þröstur Elliðason staddur við Jöklu en áin á að opna þar í dag. Áin er mjög vatnsmikil en það á að reyna að renna fyrir fisk.

„Annar laxinn sem veiddist úr Hrútu var 72 cm úr Háeyrarhylnum og báðir fiskarnir veiddust á Sunray og lax virðist vera kominn um alla á. Við erum að reyna að opna Jöklu en það er 20 stiga hiti hérna og mikil snjóbráð,“ sagði Þröstur enn fremur.

Árnar eru vatnsmiklar núna bæði vegna rigninga og snjóbráðar þar sem hann er af einhverju ráði eins og núna fyrir austan. Selá í Vopnafirði var að opna og þar veiddust nokkrir laxar, ein glæsileg 97 cm hrygna.