FréttirOpnun

Tveir laxar á land og ekkert tappagjald

Axel Óskarsson með annan laxinn sem hann veiddi, þau fengu tvo og helling af silungi

„Byrjuðum kl 16 í dag í Laugardalsánni, er með fjölskylduna við veiðar, rok og kalt en undanfarna daga búið að vera fínasta veður til veiða. Fengum geysi fallegar og þykkar hrygnur,“ sagði Axel Óskarsson við Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi í kulda og trekki.
„Þetta voru 78cm og 87cm laxar, eitthvað af laxi er komið í ánna í gegnum teljarann. Heimalagað kjuklingasnitsel, sæt kartöflumús og bóndasósa í kvöldmatinn, allir sáttir í húsi, ekkert tappagjald, ekkert húsgjald, svona á laxveiðin að vera,“ sagði Axel í lokin.