Fréttir

Einn reyndasti veiðimaður og leiðsögumaður landsins; spáir lélegri laxveiði

Laxveiðin þessa dagana er allt í góðu lagi, árnar eru vatnsmiklar sumar hverjar, en kannski ekki mikið um laxa alls staðar. Laxveiðin er aðeins skárri eða svipuð og á sama tíma fyrir ári síðan. Þjórsá hefur gefið flesta laxana eins og á sama tíma í fyrra, Þverá og Norðurá koma síðan næstar. Hafbeitarárnar eru á fleygiferð upp á við enda þeirra tími að koma hægt og sígandi.

Ásgeir Heiðar hugsi á svip. Mynd María Gunnarsdóttir.

En veiðimenn sem rætt hefur verið við eru miskátir og sumir hafa ekki fengið mikið ennþá, en sett í laxa, sem hafa þó tekið grannt og sloppið af. Einn af þeim reyndari Ásgeir Heiðar, sem margar fjörurnar hefur sopið í veiðinni og víða komið, spáir lélegu laxveiðisumri á fésbókarsíðu sinni. 

Hann segir um sumarið; „Jæja, nú er búið að hæpa upp veiðina í sumar og flestir fiskar sem veiðst hafa eru komnir á Fb. Ég spái afspyrnu lélegu veiðisumri, þar hafið þið það… afsakið svartsýnina.“ 

Svo mörg voru þau orð hjá Ásgeiri Heiðari. 

Mynd. Ásgeir Heiðar að leiðbeina Helgu Steffensen, Reykvíkingi ársins í Elliðaánum. Mynd María Gunnarsdóttir.