Fréttir

Regnbogasilungur í opnun Minnivallarlæks

Freyr Frostason með regnbogasilung við Stöðvarhyl

Veiði hófst um helgina í Minnivallalæk og eru nokkrir fiskar komnir á land. En það sem er merkilegt er að það hafa aðallega veiðst vænir regnbogar allt að 70 cm sem er frekar óvænt. Ekki er Fiskeldi Fellsmúla, sem er stöð á árbakkanum með regnbogaeldi, svo skýringin er ekki að leita þar hvort sloppið hafi fiskur þaðan. En verður áhugavert að fylgjast með hvernig þetta þróast svo inn í vorið, vonandi eru þetta bara fáir fiskar sem veiðast fljótlega upp.

Hefði þessi frétt birst 1.apríl hefði maður haldið að þetta væri apríl gabb en svo er ekki, regnbogi veiðist í Minnivallarlæk og enginn veit hvernig þeir hafa komist á svæðið. Allt er þetta frekar undarlegt.