BækurFréttir

Fullt af flottum veiðibókum í Bókakaffinu

Jóhannes Ágústsson sýnir okkur hillurnar fullar af flottum veiðibókum / Mynd GB

„Já við eigum til helling af flottum veiðibókum hérna hjá í Bókahaffinu í Ármúla fyrir veiðimenn á öllum aldri,“ sagði Jóhannes Ágústsson en hann sýndi okkur hverja veiðibókina af annarri er við litum inn til hans í dag.

Engar alvöru veiðibækur koma út þessi jól sem fjalla eingöngu um veiði en þarna má sannarlega finna hinar og þessar bækur, bækur sem hafa ekki fengist um árabil og hægt er að gramsa í fram og til baka – eins og djúpum hyl.

„Hérna er t.d. Urriðadansinn eftir Össur Skarphéðinsson og fleiri góðar bækur,“ sagði Jóhannes.