RjúpanSkotveiði

Margir búnir að veiða sér rjúpur í jólamatinn

„Ég fór á rjúpu í fjóra daga og veiðin var með þokkalegu móti,“ sagði Páll Halldórsson á Skagaströnd, þegar við heyrðum í honum og bætti við; „en það kostar mikla yfirferð ef maður ætlar að veiða vel, það eru alla vega komnir nokkrir fuglar á jólaborðið,“ og fleiri tóku í sama streng, hafa náð sér í vænar jólarjúpur.

„Ég skrapp aðeins í dag og náði sex rjúpum en hafði fyrr fengið nokkra fugla,“ sagði Víðir Rósberg Egilsson á Akureyri og bætti við; en ég sá lítið af rjúpum bæði þegar ég gekk í Hörgárdalinn og Öxnadalinn.

Menn eru bara að sáttir að fá fugla í jólamatinn, sumstaðar er töluvert af fugli en hann er styggur í þessu snjóleysi og blíðu sem virðist ekki ætla að halda áfram víða um land næstu daga.