RjúpanSkotveiði

Margir ætla á rjúpu næstu daga

Gengið til rjúpna /Mynd GB

„Ég fór á rjúpu á fyrsta degi sem veiðin hófst á Bröttubrekkuna og það voru fuglar á flugi en þær voru styggar,“ sagði Hjörtur Steinarsson sem var einn af þeim fjölmörgu sem notuðu fyrsta daginn sem mátti skjóta þetta veiðitímabil.

Núna geta menn tekið langa helgi, veiðin má byrja á hádegi á morgun föstudag og stendur samfellt yfir fram á þriðjudag. Veðurfarið er hagstætt næstu daga og það eiga margir eftir að nýta þetta tækifæri vel, veiðimenn keppast við að sækja rjúpur á jólaborðið, því eins og allir vita þá gilda sömu reglur um sölubann og síðustu misserin.

„Við ætlum norður, þetta verður góð helgi og útivera,“ sagði veiðimaður, sem stefnir norður í land eins og margir veiðimenn ætla sér á næstu dögum. Veðrið spillir ekki og því tilvalið að nota þessar frábæru aðstæður til rúpnaveiða.