FréttirOpnun

Fyrsti laxinn í Norðurá kom á Stokkhylsbrotinu

Veiðin hófst í Norðurá í Borgarfirði í morgun, en reyndar ekki fyrr en kl. 8.30 og fyrsti laxinn kom á land á Stokkhylsbrotinu, en það hefur oft gerst áður að fyrsti laxinn veiðist á þessum stað.  En Eyrin og Brotið hafa einnig skilað löxum til að byrja með og það á eftir að gerast í dag. 

Það var Dagur Svendsen sem veiddi fyrsta fiskinn í Norðurá þetta árið, „Laxinn hjá Dag Svendsen tók lítinn rauðan kón frances og var 74 sentimetrar,“ sagði Ingvar Svendsen um fyrsta laxinn þetta árið. „Við höfðum ekki verið varir þegar þetta kemur,“ sagði Ingvar ennfremur við Stokkhylsbrotið.

Mynd. Dagur Svendsen með fyrsta laxinn í Norðurá í Borgarfirði. Mynd Ingvar