„Já við erum alltaf að reyna að veiða hérna fyrir norðan, við fengum 4 fiska í Laxárvatni,“ sagði Bergþór Pálsson þegar við heyrðum í honum, nýkomnum úr rólegum veiðitúr með hressum ungum veiðimönnum. En veiðistaðir eru í næsta nágrenni við Begga. „Það tók alveg tuttugu mínútur að veiða þessa fiska en það er búið að vera kalt, það hefur hlýnað aðeins. Það er ekkert auðvelt að koma þessu liði út, annað en þegar maður var þessum aldri sjálfur,“ sagði Bergþór ennfremur. Hann er í næsta nágrenni við Laxárvatn og einnig er stutt í Svínavatnið, já hann er á fínum veiðisvæðum. Silungsveiðin hefur gengið víða vel allir fá að reyna og fiskurinn kemur vel haldinn undan vetri. Og vatnaveiði er að verða vinsælli, það sýna alla vega vötnin í nágrenni Reykjavíkur, margir að veiða á hverjum degi.


Mynd. Hresst lið á veiðislóðum frá vinstri Iris Ósk, Guðlaugur Hermann, Jónas Ragnar og Tómas Karl. Ester Júlía sá um sprellið í forgrunni.