Veiðimaður einbeittur á svipinn kominn með fiskinn í háfinn við Helluvatn í gærkvöldi en margir voru að veiða við vatnið og einn og einn að fá´ann. Margir voru að veiða um allt vatnið, bæði Elliðavatn og Helluvatn. Veiðimenn að þenja flugustangirnar fram og til baka. Nokkru neðar í Elliðaánum var Atli Bergmann að landa flottum urriða og ennþá neðar í Elliðaánum var toppönd að veiða sér í matinn. Veiðitíminn er greinilega byrjaður á öllum vígstöðum þessa dagana. 

Mynd María Gunnarsdóttir.