Fréttir

Fengum eina góða bleikju

„Við fengum eina 53 sentimetra bleikju og misstum aðra svipaða, annars var rólegt í Brúará fyrir landi Sels“ sagði Helgi Stefán Ingibergsson sem var í Brúará. En margir hafa tekið ástfóstri við ána og veiða þar töluvert á hverju sumri. „Það var flott veður fyrri partinn en fór að blása seinni partinn en hiti 10 til 12 gráður. Við komum rauð flekkóttir heim með fínan fisk. Ég hef farið þarna oft áður að veiða en þetta er skemmtileg veiðiá, þetta verður vonandi fyrsta  ferðin af mörgum í sumar“ sagði Helgi Stefán ennfremur. „Við ætluðum í Hólaá við Laugarvatn um daginn og þar var fullbókað, það hefur eitthvað veiðst þar já, allavega margir að veiða“ sagði veiðimaðurinn ungi, sem sagði ána fullbókaða daginn sem hann ætlaði að renna þar fyrir fisk, þá fór hann bara að veiða í Laugarvatni.

Mynd. Helgi Stefán Ingibergsson með bleikjuna úr Brúará fyrir landi Sels.