Fréttir

Snjórinn hverfur hratt þessa dagana

„Ég keyrði Holtavörðuheiðina í fyrradag og þar er ennþá töluverður snjór en hann hverfur hratt þessa dagana. En hvernig þetta verður í sumar veit enginn, þetta er svo fljótt að gerast þegar hlýnar svona eins og viðrað hefur síðustu daga, hiti upp á 10 stig hvern dag,“ sagði veiðimaður sem keyrði heiðina og lýsti aðeins aðstæðum við Norðurárnar, snjórinn minnkar með hverjum degi og síðustu vikur hefur vatnsmagnið aukist til muna. En einhver snjór verður eftir í byrjun sumars sem skiptir miklu því óvissa er um veðráttuna í sumar. Ekki er vitað hvort framundan sé þurrkasumar en laxinn er byrjaður að koma sér upp veiðiár eins og Hvíta í Borgarfirði. „Þetta er hans tími,“ sagði Björn heitinn Blöndal í Borgarfirði og það voru orð að sönnu. En sumarið er ennþá stórt spurningamerki.

Mynd: Norðurá í Borgarfirði á páskadag 2022 eins og stórfljót yfir að líta. Mynd María Gunnarsdóttir.